Langholtskirkja óskar sóknarbörnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fjölmargar góðar stundir á liðnum árum!
Næsta messa í kirkjunni er 10. janúar kl. 11 og sunnudagaskólinn hefur göngu sína á nýju ári sama dag. Í framhaldinu hefst annað safnaðarstarf í kirkjunni. Við hlökkum til að koma saman á nýju ári!