Vegna slæmrar færðar á öllu höfuðborgarsvæðinu hefur öllu helgihaldi í prófastsdæminu verið aflýst sem hefjast átti nú fyrir hádegi. Því verður hvorki messa né barnastarf hér í Langholtskirkju í dag og útvarpsmessunni frestað um óákveðinn tíma.
Við hvetjum sóknarbörn og aðra kirkjugesti að fara að fyrirmælum lögreglunnar og halda sig heima við nú í morgunsárið.