Messa og vorhátíð sunnudaginn 28. maí

Það verður mikið um að vera í Langholtskirkju sunnudaginn 28. maí. Við hefjum góðan dag á messu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Verðlaunakórinn Graduale Nobili leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Strax að messu lokinni hefst stuttur kynningarfundur fyrir fermingarbörn næsta vetrar, foreldra þeirra og forráðafólk.

Sögustund fyrir yngstu kynslóðina fer fram á sama tíma á baðstofu eftir sameiginlegt upphaf. Sara Grímsdóttir tekur vel á móti börnum á öllum aldri.

Á hádegi hefst svo árleg vorhátíð Kvenfélags Langholtssóknar og sóknarnefndar. Margt verður á boðstólum fyrir unga sem aldna og auðvelt að gera góð kaup til styrktar góðu málefni. Verið öll hjartanlega velkomin!

18193896_10155262143030762_5226268694124923835_n