Það verður ljúf og notalega stund hjá okkur í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag á meðan haustlægðirnar ganga yfir. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Organisti Árni Heiðar Karlsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Jóhanna og Snævar taka á móti hressum börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina. Verið öll velkomin!