Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti.
Hafdís og Sara taka vel á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið og bera fram kaffi og veitingar eftir stundina. Öll velkomin.