Á allra heilagra messu verður mikið um að vera hjá okkur í Langholtskirkju. Messa hefst kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Orgnisti er Árni Heiðar Karlsson og hann stýrir einnig stúlkunum í verðlaunakórnum Graduale Nobili sem taka þátt í stundinni og taka lagið fyrir okkur. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tima í litla sal eftir sameiginlegt upphaf. Snævar og Sara taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina.
Að messu lokinni hefst haustbasar Kvenfélags Langholtssóknar í safnaðarheimilinu. Mikið af fallegum munum til sölu sem og hlutavelta og kökubasar. Verið öll hjartanlega velkomin!