Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 30. október kl. 11

Það verður notaleg stund hjá okkur í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Stúlkurnar í Graduale Nobili leiða safnaðarsöng og taka lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.

Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma eftir sameiginlegt upphaf í kirkju. Snævar og Sara taka á móti hressum krökkum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina í safnaðarheimli. Verið öll velkomin!

 

graduale-nobili