Vertu hjartanlega velkomin/n til kirkju sunnudaginn 25. september kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur og Árni Heiðar Karlsson organisti taka vel á móti þér og þínum. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur kórstjóra. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Jóhanna og Hafdís stýra sunnudagaskólanum á sama tíma eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni.
Kaffihlaðborð eftir messu í safnaðarheimili. Söfnunarfé rennur í ferðasjóð kórsins.