Kæru vinir. Allir eru velkomnir í létta og skemmtilega messu næstkomandi sunnudag. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og predikar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinnn verður á sínum stað á sama tíma. Jóhanna og Snævar taka á móti börnunum. Hentar börnum á öllum aldri.
Kaffihlaðborð í safnaðarheimili eftir stundina. Allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins. Börnin í sunnudagaskólanum fá frímiða á hlaðborðið. Hlökkum til að sjá sem flesta!