Verið velkomin til messu í Langholtinu sunnudaginn 22. október kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Magnús Már Björnsson, nemandi í Söngskólanum í Reykjavík, syngur einsöng. Félagar úr Fílharmoníunni leiða safnaðarsöng. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffisopi og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.