Verið velkomin til kirkju næstkomandi sunnudag kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal undir stjórn Söru Grímsdóttur og Snævars Jóns Andrejessonar. Börn á öllum aldri hjartanlega velkomin. Kaffihlaðborð í safnaðarheimili eftir messu til styrktar kórnum. Öll börn í sunnudagaskólanum fá frímiða á hlaðborðið.