Við hlökkum til að taka á móti þér og þínum í messu sunnudaginn 16. október kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Organisti er Birna Kristín Ásbjörnsdóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsteinn kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal eftir sameiginlegt upphaf. Jóhanna og Snævar taka á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Verið öll velkomin.