Það verður gott að koma saman í kirkjunni á þriðja sunnudegi í aðventu 13. desember.
Messa og sunnudagskóli er á sínum stað klukkan 11:00. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og predikar. Kór Vogaskóla leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við messuhald. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir.
Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir tekur á móti sunnudagaskólabörnum. Börnin tendra á aðventukertunum þremur, föndra saman og syngja jólalög. Boðið verður upp á kaffi, djús og piparkökur eftir stundina. Allir hjartanlega velkomnir!