Verið velkomin í messu sunnudaginn 5. nóvember kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson. Barnakórar víðs vegar að um land syngja í messunni en athöfnin er hluti af kóramóti sem stendur yfir í Langholtskirkju um helgina. Þáttakendur eru um 160 á aldrinum 9- 16 ára og allir í barnakórum við kirkjur. Kennari og kórstjóri hátíðarinnar er Sanna Valvanne frá Finnlandi.
Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma eftir sameiginlegt upphaf í kirkju. Hafdís og Ágústa Dómhildur taka vel á móti börnunum. Við hlökkum til að sjá sem flest.