Guðsþjónusta og sunnnudagaskóli kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og sjálfboðaliðar aðstoða við helgihaldið.
Snævar J. Andrjesson og Sara Grimsdóttir leiða barnastarfið og taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimili eftir stundina.
Við minnum foreldra fermingarbarna á undirbúningsfund í kirkjunni strax að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.