Komdu fagnandi til kirkju sunnudaginn 12. febrúar kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Karlakórinn Stefnir leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í litla sal. Snævar og Sara taka vel á móti unga fólkinu og fjölskyldum þeirra. Kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimili eftir stundina.