Vertu velkomin/n til messu sunnudaginn 11. desember kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur og syngur jólalög fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma. Sara og Snævar taka vel á móti börnum á öllum aldri. Eftir stundina mun kórinn standa fyrir veitingasölu í safnaðarheimili gegn vægu gjaldi. Sunnudagaskólabörn fá frímiða á hlaðborðið. Við hlökkum til að taka á móti þér og þínum.