Kór Langholtskirkju leiðir söng í messunni undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista kirkjunnar. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Jóhanna og Hafdís taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum og öll fáum við kaffi eða djús á eftir í safnaðarheimilinu. Messuþjónar aðstoða ásamt Aðalsteini Guðmundssyni kirkjuverði. Verið öll velkomin. Messunni verður útvarpað á Rás 1.