Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 9. september kl. 11

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 9. september kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi Ragnarsyni organista, kirkjuverði og messuþjónum. Félagar úr Fílharmóníunni leiða safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina.

Sunnudagaskólinn tekur til starfa á nýju misseri eftir sameiginlegt upphaf inni í kirkju. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir leiða samveruna sem hentar börnum á öllum aldri. Hittumst heil á sunnudag.