Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 18. september.
Nýr prestur í Laugardalsprestakalli Helga Kolbeinsdóttir þjónar og er hún boðin hjartanlega velkomin en Helga mun hafa starfsstöð í Áskirkju og leysa þar Sigurð Jónsson af en hann mun þjóna í Digraneskirkju í vetur.
Við messuna á sunnudaginn þjóna auk Helgu, Magnús Ragnarsson organisti og Sunna Karen Einarsdóttir kórstjóri.
Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Futuri syngja.
Margrét Rut Valdimarsdóttir leiðir sunnudagaskólann. Léttur hádegisverður að messu lokinni.
Verið velkomin !