Sara Gríms tekur á móti börnunum í sunnudagaskólanum sem hefst í kirkjunni þar sem Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar við messu. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Fermingarbörnin og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið velkomin.