Verið velkomin til kirkju annan sunnudag í aðventu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Söngfuglarnir í Gradualekór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng og taka lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista og kórstjóra. Athöfnin verður rittúlkuð í samvinnu við Heyrnarhjálp. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Snævar og Sara taka vel á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri og ætla að þessu sinni að syngja jólalögin hástöfum 🙂 Kaffi og kleinur í safnaðarheimili eftir stundina.