Það verður nóg um að vera í Langholtskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu 6. desember.
Messa og sunnudagskóli er á sínum stað klukkan 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar og predikar. Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Rósu Jóhannesdóttir. Messuþjónar aðstoða við messuhald. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir.
Jóhanna og Snævar taka á móti sunnudagaskólabörnum. Þau ætla að tendra á aðventukertunum tveim, hlusta á jólasöguna og syngja saman jólalög. Boðið verður upp á kaffi, djús og piparkökur eftir stundina. Allir hjartanlega velkomnir!