Hér í Langholtinu verður messað að venju sunnudaginn 4. október kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari og Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Snævar og Hafdís taka vel á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Kaffi, djús og kex eftir stundina.
Fermingarbörn snúa til baka úr Vatnaskógi um hádegisbil og við hvetjum foreldra fermingarbarna að koma til messu og sækja börn sín eftir messukaffið. Við hlökkum til að sjá sem flesta!