Það verður nóg um að vera í Langholtskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu 29. nóvember.
Messa og sunnudagskóli er á sínum stað klukkan 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar og predikar. Gradualekór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við messuhald. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir.
Jóhanna og Snævar taka á móti sunnudagaskólabörnum. Þau ætla að tendra á fyrsta aðventukertinu, föndra jólaskraut á jólatréið okkar í safnaðarheimilinu og hengja á tréð. Boðið verður upp á djús og meðlæti fyrir ungt skreytingarfólk. Allir hjartanlega velkomnir.