Við hlökkum til að taka á móti ykkur í messu 28. febrúar kl. 11. María Ágústsdóttir héraðsprestur þjónar fyrir altari og predikar. Kvartett skipaður félögum úr Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Snævar og Hafdís taka á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Kaffi, djús og epli í gefandi samfélagi eftir messu. Allir velkomnir.