Messa og sunnudagaskóli 27. mars kl. 11

Messa og sunnudagaskóli 27. mars kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna. Organisti er Magnús Ragnarsson og Fílharmónían syngur. Sara tekur á móti börnunum í sunnudagaskólann og boðið er upp á léttan hádegisverð að lokinni messu.

Um mánaðarmótin mun sr. Aldís hefja störf í Hafnafjarðarkirkju í afleysingu og sr. Bolli Pétur mun hefja störf í Langholtskirkju 1. apríl næstkomandi í afleysingu. Við bjóðum sr. Bolla hjartanlega velkomin til starfa og þökkum Aldísi fyrir sín störf.