Messa og sunnudagaskóli 27. mars kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna. Organisti er Magnús Ragnarsson og Fílharmónían syngur. Sara tekur á móti börnunum í sunnudagaskólann og boðið er upp á léttan hádegisverð að lokinni messu.
Um mánaðarmótin mun sr. Aldís hefja störf í Hafnafjarðarkirkju í afleysingu og sr. Bolli Pétur mun hefja störf í Langholtskirkju 1. apríl næstkomandi í afleysingu. Við bjóðum sr. Bolla hjartanlega velkomin til starfa og þökkum Aldísi fyrir sín störf.