Allir eru velkomnir til messu sunnudaginn 25. október kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari. Vera Hjördís Matsdóttir sækir kirkjuna heim og syngur einsöng á vegum Söngskólans í Reykjavík. Hún leiðir einnig safnaðarsöng ásamt systur sinni Hafdísi Matsdóttur og móður þeirra Halldóru Eyjólfsdóttur. Jón Stefánsson organisti spilar undir og messuþjónar aðstoða við messuhald.
Jóhanna, Snævar og Esja stýra sunnudagaskólanum á sama tíma og að þessu sinni verður haldið upp á alþjóðlega bangsadaginn og allir bangsar boðnir sérstaklega velkomnir til kirkjunnar. Kaffi, djús og kex eftir stundina.