Vertu velkomin/n til messu næstkomandi sunnudag kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista leiðir messusöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal. Snævar og Hafdís taka vel á móti hressum börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Verið öll hjartanlega velkomin.