Messa og sunnudagaskóli í Langholtskirkju kl. 11:00. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur predikar og þjónar fyrir altari. Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur kórstjóra ásamt Jóni Stefánssyni organista.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í litla sal eftir sameiginlegt upphaf inn í kirkju. Snævar er loksins komin til baka frá Spáni og mun ásamt Hafdísi taka á móti börnunum með brosi á vör. Kaffi, djús og kex eftir stundina í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.