Allir eru velkomnir til messu í Langholtskirkju sunnudaginn 11. október kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari og Söngdeild Kórskóla Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Eftir messu mun Söngdeildin standa fyrir örtónleikum í safnaðarheimilinu fyrir kirkjugesti.
Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað og Jóhanna og Snævar munu taka á móti börnunum með brosi á vör. Kaffi, djús og epli eftir stundina.