Sunnudaginn 1. nóvember er allra heilagra messa og þá kemur kristið fólk saman víða um heim og minnist hinna látnu.
Hér í Langholtskirkju er messa kl. 11 líkt og endranær. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari og organisti er Jón Stefánsson. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.
Stúlkurnar í Graduale Nobili leiða safnaðarsöng en þær fagna 15 ára starfsafmæli um þessar mundir og eru með afmælistónleika í kirkjunni sama dag kl. 17.
Sr. Jóhanna og Snævar Jón æskulýðsfulltrúi taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Kaffi, djús, kleinur og gott samfélag í boði í safnaðarheimilinu eftir stundina. Allir velkomnir.