Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 6. maí kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sögustund fyrir börnin fer fram á sama tíma. Sara Grímsdóttir tekur vel á móti hressum krökkum á öllum aldri. Messukaffi og nærandi samfélag í safnaðarheimili eftir stundina. Komið fagnandi!