Verið velkomin í messu sunnudaginn 5. nóvember kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og Magnús Ragnarsson organisti leikur á orgelið. Verðlaunakórinn Graduale Nobili syngur við athöfnina, stjórnandi Þorvaldur Örn Davíðsson. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma eftir sameiginlegt upphaf í kirkju. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir taka vel á móti börnunum.
Sama dag verður minningarstund kl. 17 í tilefni Allra heilagra messu. Kveikt á kertum til minningar um þau sem látin eru. Sálumessa Fauré verður flutt af Kór Langholtskirkju. Magnús Ragnarsson organisti leikur á orgel, Sunna Karen Einarsdóttir stjórnar, einsöngvarar verða þau Íris Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson úr röðum kórsins. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar.