Að venju er messað í Langholtskirkju á uppstigningardag kl. 11. Eldri félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum syngja undir stjórn Árna Harðarsonar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Kaffi og með því að messu lokinni. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og Margrét E. Jónsdóttir sjálfboðaliði aðstoða við helgihaldið. Vertu velkomin !