Kvenfélag Langholtssóknar stendur fyrir laufabrauðsbakstri laugardaginn næstkomandi 21. nóvember milli kl. 13:00 og 15:00. Þetta er tilvalið tækifæri til hefja jólaundirbúninginn með allri fjölskyldunni og eiga saman notalega stund í safnaðarheimilinu. Börn og barnabörn sérstaklega velkomin.
Laufabrauð er selt og steikt á staðnum og verðið er það sama og í síðustu ár, 100 kr. kakan. Taka þarf meðferðis bretti, hnífa og ílát undir laufabrauðið. Ath. við erum því miður ekki með posa. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!