Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra auglýsir laust til umsóknar starf organista.
Um er að ræða 100% starf.
Menntunarkröfur eru Kantorspróf.
Krafist er reynslu af kirkjulegu starfi og hæfni í mannlegum samskiptum.
Launagreiðslur og önnur kjör miðast viðkjarasamning launanefndar þjóðkirkjunnar og FÍO/Organistadeildar FÍH.
Umsóknarfrestur er til 7. júní 2017.
Umsóknir berist rafrænt í netföngin : bjorgdr@gmail.com og johanna@wpvefhysing.is
Upplýsingar um starfið veita Björg Dan Róbertsdóttir formaður sóknarnefndar í síma: 853-1414 og Jóhanna Gísladóttir settur sóknarprestur í síma: 696-1112.
Starfslýsing :
Starf organista Langholtssóknar er 100% starf
Vinnuveitandi er sóknarnefnd Langholtssóknar.
Verkefni organista eru eftirfarandi :
1. Orgelleikur í helgihaldi og safnaðarstarfi.
2. Listræn stjórn tónlistarstarfs safnaðarins.
3. Kórstjórn og tónleikahald.
4. Önnur verkefni í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.
Orgelleikur og kórstjórn, eftir því sem við á, í athöfnum (skírn, hjónavígsla, kistulagning, útför). Greitt er fyrir orgelleik og kórstjórn í athöfnum sérstaklega af beiðendum þjónustunnar í samræmi við gildandi samninga.
Hvað varðar laun og önnur kjör gildir kjarasamningur FÍH Organistadeildar og Launanefndar Þjóðkirkjunnar.
Að öðru leyti er vísað til starfsreglna um organista823/1999 og starfsreglur um sóknarnefndir 1111/2011.