Kvenfélag Langholtssóknar tekur nú til starfa eftir sumarfrí. Vetrarstarfið byrjar að venju með skemmtilegum kynningarfundi þar sem Ebba Guðný Guðmundsdóttir flytur erindi um heilsusamlegt mataræði.
Fundurinn verður mánudaginn 1. október kl. 20 og vonast kvenfélagskonur til að sjá sem flestar. Gestir velkomnir og áhugasamar konur innan sem utan hverfis hvattar til að mæta og kynna sér starfið.
Vetrarstarfið verður fjölbreytt og verður dagskráin afhent á fundinum. Sjáumst hressar á mánudaginn!