Kæri söfnuður, því miður er ég komin í veikindaleyfi, en verð komin aftur frísk og kát áður en þið vitið af. Ég er strax farin að sakna ykkar, en veit einnig að allt mun ganga sinn vanagang ; ) Frá og með 1. október leysir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mig af og svo verða Jóhanna (bráðum prestur), Jón organisti, Aðalsteinn kirkjuvörður, Snævar, Hafdís og Yrja í barnastarfinu, kórstjórnarnir : Bryndís, Rósa, Harpa, Thelma og Björg, Helga og Sigríður í eldri borgara starfinu og allar kvenfélagskonurnar og allir kórarnir á sínum stað. Fylgist vel með á heimasíðunni og á Facebook öllum þeim stundum til samfélags sem í boði eru.
Sjáumst innan tíðar.
Kærleikskveðja Guðbjörg