Kórskólinn og starf eldri borgara komið í sumarfrí

Kórskólanum lauk með glæsilegum vortónleikum s.l. fimmtudag og halda söngfuglar í Krúttakór, Kórskólanum og Graduale Futuri nú í sumarfrí. Kórastarfið hefst á nýjan leik fyrstu vikuna í september. Hægt er að forskrá þau börn sem ætla að vera áfram í kórnum hér á heimasíðu kirkjunnar undir nafni kórsins.

Starfi eldri borgara lauk einnig í síðustu viku með vorferð í Sólheima. Starfið hefst á nýjan leik aðra vikuna í september.

Langholtskirkja óskar kórbörnum, fjölskyldum þeirra og eldri borgurum öllum gleðilegs sumars. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjan leik næsta haust.