Þann 2. febrúar næstkomandi kl. 16 mun Kór Langholtskirkju flytja Kórkonser fyrir blandaðan kór eftir Alfred Schnittke undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Aðgangur er ókeypis.
Alfred Schnittke (1934- 1998) var eitt höfuðtónskálda Rússa á 20. öld. Skrifaði hann Kórkonsertinn á árunum 1984 – 1985 sem var svo frumfluttur í Moskvu árið 1986. Fyrirmynd Schnittke að Kórkonsertinum eru konsertar sem skrifaðir voru á 18. öld og þekktustu tónskáldin sem það gerðu voru Dmítríj Bortnjanskíj og Maksím Berezovskíj. Texti verksins er þriðji kafli „Harmljóðabókar“ armenska munksins Grígors Narekatsi (951-1003), bókin er þýdd yfir á rússnesku af Naum Grebnev. Schnittke sagði sjálfur um Kórkonsertinn að hann hefði viljað vera trúr textanum. Tónlistin hafi komið til hans í gegnum textann.