Dagana 10- 12. nóvember verður haldin barna- og unglingakórahátíð í Langholtskirkju. Þáttakendur eru um 160 á aldrinum 9- 16 ára og allir í barnakórum við kirkjur. Kennari og kórstjóri hátíðarinnar er Sanna Valvanne frá Finnlandi sem er alin upp í fremsta barnakóra Finnlands, Tapiola kórnum og er nú í hópi eftirsóttustu kennara heimsins í starfi barna- og unglingakóra.
Þátttökukórar eru: Graduale Futuri og elstu árgangar í Kórskóla Langholtskirkju, stjórnandi Rósa Jóhannesdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir, Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir, Stúlknakór Seljakirkju, Stjórnandi Rósalind Gísladóttir, Barna- og Unglingakór Selfosskirkju, stjórnandi Edit Molnar, Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnandi Helga Loftsdóttir, Stúlknakór og eldri barnakór Akureyrarkirkju, Stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Æskulýðskór Glerárkirkju, stjórnandi Margrét Árnadóttir, Barnakór Bústaðakirkju, stjórnandi Svava Kristín Ingólfsdóttir.
Það er söngmálstjóri þjóðkirkjunnar og Langholtskirkja sem standa að kórahátíðinni. Kórarnir syngja allir í messu kl. 11 á sunnudag og lokatónleikar hátíðarinnar verða kl. 13.00 á sunnudag og eru allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur er ókeypis.