Graduale Liberi, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju byrja æfingar 6. september. Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir og raddþjálfari Lilja Dögg Gunnarsdóttir.
Fyrstu æfingar í Krúttakór Langholtskirkju verða 7. september. Kórstjórar í vetur eru Sunna Karen Einarsdóttir og Björg Þórsdóttir.
Á hverjum vetri syngja um 150 börn á vikulegum kóræfingum í Langholtskirkju. Allir kórar taka þátt í messuhaldi, tónleikum og öðrum skemmtilegum viðburðum innan sem og utan kirkjunnar. Það verður því sannarlega gleðilegt að fá alla söngfuglana í hús eftir sumarfrí!