Kóra – og barnastarf kirkjunnar komið í jólafrí

Barna- og unglingarkórar Langholtskirkju eru komnir í jólafrí frá kóræfingum. Allir taka kórarnir þó þátt í jólatónleikum Sinfóníunnar í Hörpunni helgina 17. – 18. desember. Sjá nánari upplýsingar um æfingartíma í Hörpu á Facebook-síðum kóranna. Gradualekór Langholtskirkju tekur einnig þátt í Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju dagana 16. – 18. desember. Nánari upplýsingar hjá Árna Heiðari Karlssyni organista og kórstjóra.

Kóræfingar á nýju ári hefjast aðra vikuna í janúar. Krúttakór hefur leika 9. og 11. janúar en Kórskóli, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju mæta á nýjan leik 10. janúar á hefðbundnum tíma. Upplýsingapóstur til foreldra Krúttakórs um hópaskipan verður sendur út í byrjun árs. Öll börn í kórum kirkjunnar halda plássi sínu í kórnum á milli anna en mikilvægt er að láta kórstjóra vita fyrr en síðar ef barn ætlar ekki að vera með á vorönn.

Barnastarf Langholtskirkju er einnig komið í leyfi og hefst á nýjan leik aðra vikuna í janúar. 3. – 4. bekkur kemur fyrst 10. janúar kl. 15 og eldri börnin í 5. – 7. bekk fá að vita nýja tímasetningu sem allra fyrst á nýju ári. Starf fyrir 1. og 2. bekk í Vogaskóla hefst fyrstu vikuna í febrúar.

Sunnudagaskólinn hefst á nýju ári 8. janúar og fyrsti fermingarfræðslutíminn á nýju ári fer fram mánudaginn 30. janúar kl. 17 -19.

Sóknarnefnd, starfsfólk og sjálfboðaliðar Langholtskirkju biðja öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða.