Kammerkórinn Tónar Jólatónleikar

Kammerkórinn Tónar heldur sína fyrstu jólatónleika þann 21.desember kl. 19 í Langholtskirkju! Prógramið er hátíðlegt, sett saman úr bæði rólegum og fjörugum verkum. Einnig verður gestum boðið að taka undir í söng.
Aðgangur er ókeypis 🎶
Kammerkórinn Tónar er lítill kór sem stofnaður var í haust 2024 og samanstendur af reyndum söngvurum. Stofnandi og stjórnandi Tóna er Agnes Jórunn Andrésdóttir.