Jólatónleikar Kórskóla Langholtskirkju og Gradualekórs Langholtskirkju fara fram fimmtudaginn 8. desember kl. 18. Fram koma eftirfarandi kórar kirkjunnar :
Krúttakór Langholtskirkju undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Söru Grímsdóttur. Kórmeðlimir eru á aldrinum 4. – 6 ára og kórinn telur um 90 börn.
Kórskóli Langholtskirkju undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur. Kórmeðlimir eru á aldrinum 7 – 9 ára og kórinn telur um 30 börn.
Graduale Futuri undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Kórmeðlimir eru á aldrinum 10 – 14 ára og kórinn telur um 25 stúlkur.
Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Kórmeðlimir eru á aldrinum 14 – 18 ára og kórinn telur um 20 stúlkur.
Aðgangur er ókeypis og öllum velkomið að koma og njóta þess að hlusta á þetta hæfileikaríka söngfólk.