Á jólaföstunni gefst tækifæri til að fylgjast með blómlegu uppbyggingarstarfi kirkjunnar alveg frá Krúttakór og upp í Gradualekór Langholtskirkju. Hinn sígildi jólahelgileikur Hauks Ágústssonar er fluttur af kórskólabörnum.
Hátt í 150 börn á aldrinum 4. – 18 ára taka þátt í tónleikunum og eitt er víst að gleðin verður við völd. Þeir kórar sem taka þátt í tónleikunum eru :
Krúttakór Langholtskirkju – stjórnendur: Björg Þórsdóttir og Ragnheiður Sara Grímsdóttir
Kórskóli Langholtskirkju – stjórnandi: Bryndís Baldvinsdóttir
Graduale Futuri – stjórnandi: Rósa Jóhannesdóttir
Graduale – stjórnandi: Harpa Harðardóttir
Ágústa Jónsdóttir spilar undir fyrir alla kórana.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Sætaframboð er takmarkað og því gott að mæta tímanlega !