Dömukórinn Graduale Nobili heldur sína árlegu jólatónleika þann 13. desember næstkomandi kl.20:00. Á dagskránni verður verkið Ceremony of carols eftir Benjamin Britten auk annara klassískra jólalaga. Fjöldi einsöngvara úr kórnum koma fram og Elísabet Waage leikur á hörpu. Stjórnandi tónleikanna er Árni Harðarson en hann hleypur í skarðið fyrir Jón Stefánsson vegna veikinda. Miðasala fer fram við innganginn og í gegnum kórfélaga.