Óhefðbundið helgihald í Langholtskirkju sunnudaginn 17. september kl. 17.
Hljómsveitin Eva og vinir hafa skapað gjörning sem styðst við messuform þjóðkirkjunnar og á að höfða til sem flestra, óháð trúarafstöðu og lífsskoðana. Sjálfar segja þær um Glæðingamessuna:
Við skulum koma saman. Við þurfum að spjalla. Eða ekki spjalla heldur syngja. Já, við vitum að þetta er kirkja en í kvöld er hún svo miklu miklu meira. Við skulum ekkert flækja þetta.
Karōshi er japanskt orð og þýðir dauði sökum yfirvinnu. Ár hvert detta þúsundir manna dauðir niður af völdum vinnu og um daginn hrundi vinur minn niður í vinnunni sinni og gat ekki staðið upp aftur. Og stundum á ég mjög erfitt með að sjá til hvers ég er að svara öllum þessum emailum.
Svo við skulum aðeins koma saman, samfélag á öruggum stað. Eitthvað sem er kunnuglegt eins og tónleikar með uppáhalds hljómsveitinni þinni, eða ritúalið í sunnudagsmessunni. En samt með ákveðinni fjarlægð eins og í leikriti eða þegar þú heyrir óvart samtal ókunnugs fólks.
Við ætlum að snerta á þessu viðkvæma málefni sem við þurfum að horfast í augu við, eins mikið og við vildum að það væri ekki svo þá erum við að brenna út.
miðaverð er valkvætt frá 0-2500 kr. greitt við inngang. enginn posi, bara gleði.
Fram koma:
Prestur: Hljómsveitin Eva
Kirkjukór: Kvennakórinn Hrynjandi
Predikari: Margrét Grímsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsustofnuninni í Hveragerði
og fleiri…
Verið öll hjartanlega velkomin, Glæðingamessan er þver-menningarleg og þver-trúarleg hátíð.