Hjónavígsla

Hjónavígsla sem framkvæmd er af presti er fyrirbæn fyrir hjónabandi, heimili og börnum hjónaefnanna. Um leið er handsalaður af hjónunum sá borgaralegi sáttmáli sem þau gera með sér og er ákveðinn af hjúskaparlögum. Hjónaefnin þurfa að vera 18 ára eða eldri og uppfylla hjónavígsluskilyrði sem tilgreind eru í lögum. Tveir svaramenn sem hjónaefnin velja sér votta að þau uppfylli þessi skilyrði. Hjónavígslan er einföld að formi og má útfæra það form á óteljandi vegu í samráði við prestinn sem gefur hjónaefnin saman.

Tónlist, upplestur og það annað sem á að vera í athöfninni þarf að ákveða í samráði við prestinn.

Hvað þarf að gera?

  • Tala við prestinn og panta samtal
  • Ákveða með prestinum stund, stað og tíma
  • Ákveða tíma fyrir æfingu ef þarf

Kostnaður við hjónavígslu er kr. 12.445 samkvæmt gjaldskrá Innanríkisráðuneytisins. Ef um hjónavígslu utan kirkju er að ræða þá þarf að auki að greiða aksturskostnað skv. ákvörðun Fjármálaráðuneytisins. Við síðustu ákvörðun var gjaldið pr. km. kr. 116.